Reglur um launuð aukastörf ráðherra

12. fundur
Þriðjudaginn 22. október 1991, kl. 14:15:00 (367)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svör hans í þessum efnum. En varðandi þá athugasemd, sem kom hér fram í frammíkalli og hlýtur að vekja nokkra umhugsun, má spyrja hvort það sé eðlilegra að menn gegni trúnaðarstörfum sem þeir eru kosnir til í sínu sveitarfélagi eða þeir gegni störfum sem þeir eru kosnir til af Alþingi Íslendinga, þannig að mér sýnist nokkuð skorta á sjálfsgagnrýni í þessum efnum.