Tilhögun þingfundar

13. fundur
Miðvikudaginn 23. október 1991, kl. 13:30:00 (391)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess varðandi umræður um 2. dagskrármálið, skýrslu utanrrh. um niðurstöður samninga um Evrópskt efnahagssvæði, að orðið hefur samkomulag milli þingflokkanna um að stefnt verði að því að ljúka fyrri umferð þeirrar umræðu fyrir þingflokksfundi sem eiga að vera kl. 4 í dag og það hefur jafnframt orðið að samkomulagi að hver þingflokkur fái allt að hálftíma í þeirri umferð. Að vísu getur hæstv. utanrrh. þurft aðeins lengri tíma, en hann mun hafa þetta samkomulag í huga. Síðan munu þingflokksformenn ræða um framhaldið en stefnt er að því að reyna að ljúka þessari umræðu fyrir kl. 7 því að sjálfsögðu verður ekki aftur kvöldfundur í kvöld. En það verður þá tilkynnt síðar á fundinum hvernig því verður fyrir komið.