Kennaramenntun

14. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 12:00:00 (445)

     Fyrirspyrjandi (Einar Már Sigurðarson) :
     Frú forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. svörin og sérstaklega fagna ég því sem fram kom að stefnt sé að því að tillögur um dreifða og sveigjanlega kennaramenntun komist til framkvæmda á næsta ári og eigi síðar en árið 1993. Það er ljóst að það verður ekki hægt að koma þeim fyrr til framkvæmda en næsta haust. Það er eðlilegt að draga þá ályktun að þetta þýði jafnframt að lenging kennaranámsins í Kennaraháskóla Íslands muni einnig koma til framkvæmda á næsta hausti.