Verðlagsráð sjávarútvegsins

24. fundur
Þriðjudaginn 12. nóvember 1991, kl. 14:19:00 (861)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
     Herra forseti. Vegna gáleysislegra ummæla um bankamál tel ég rétt að það komi fram að Fiskiðjan Freyja hf. hefur notið afurðalána frá Íslandsbanka hf. Íslandsbanki hf. ku vera hið fullkomna bankaform samkvæmt því sem núv. viðskrh. og fyrrv. hefur haldið á lofti. Ekki verði betra form og sanngjarnara fundið til þess að stýra bankastarfsemi í landinu. Ég tel því að miðað við aðstæður verði að líta svo á að þetta byggðarlag hafi fengið að njóta þeirrar fyrirgreiðslu að þar hefur hlutafjárbanki sinnt þörfum þess.