Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

34. fundur
Þriðjudaginn 26. nóvember 1991, kl. 14:40:00 (1242)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Stjórnarandstaðan hefur sýnt það með margvíslegum hætti að undanförnu að hún er reiðubúin að greiða fyrir málum hér í þinginu. En það er frumskilyrði þess að það sé hægt að hæstv. ráðherrar taki til máls og svari einföldum spurningum. --- Nú heyri ég að hæstv. félmrh. hefur beðið um orðið og ætlar að verða við þeirri ósk sem fram var borin fyrr í umræðunni og fagna ég því, því að það var ástæðulaust að við hin færum að nýta allan okkar rétt áður en hæstv. félmrh. bæði um orðið.