Fæðingarorlof

42. fundur
Fimmtudaginn 05. desember 1991, kl. 10:46:00 (1593)

     Guðrún Helgadóttir :
     Hæstv. forseti. Svar hæstv. ráðherra kom mér dálítið á óvart vegna þess að annars

vegar boðar hann nýtt frv. til laga um fæðingarorlof jafnvel fyrir áramót og kemur það mér reynar á óvart þar sem lögin eru ekki ýkjagömul og þykir mér það mikil lagasetningargleði en ekki síst vegna þess svars sem hv. 6. þm. Reykv. fær hér. Ef bíða á eftir hæstaréttardómi væri þá ekki rétt að bíða með frv. þangað til hann er kominn? Mér sýnist nú að þetta hangi ekki alveg saman hjá hæstv. ráðherra og undrast dálítið að við eigum að fara að setja ný lög um fæðingarorlof eftir þann stutta tíma sem þau hafa verið í gildi.