Staðgreiðsla opinberra gjalda

49. fundur
Miðvikudaginn 11. desember 1991, kl. 21:00:00 (1821)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
     Virðulegi forseti. Þetta frv. sem hér er til umræðu virðist vera einfalt við fyrstu sýn. Ég vil beina tveimur spurningum til hæstv. fjmrh.
    Hér segir í athugasemdum við lagafrv. að stefnt sé að því að efla ríkisskattanefnd verulega og ég spyr hann: Hvernig á að efla ríkisskattanefnd og til hvers? Í öðru lagi langar mig til að fá það fram hvort það felist sparnaður í þessu frv. Sparar þessi breyting sem hér á sér stað eða kallar hún e.t.v. á aukið starfslið eða fleira fólk til vinnu fyrir ríkisskattanefnd?