Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 02:54:00 (2481)

     Jón Helgason :
     Hæstv. forseti. Það er óskiljanlegt gerræði af hæstv. ríkisstjórn að svipta eina stétt, sauðfjárbændur, tveggja mánaða samningsbundnum launum á næsta ári. Enginn lagastafur er fyrir því hvernig og hvenær bændur eiga von á þeirri greiðslu síðar, aðeins svikul fyrirheit núv. ríkisstjórnar. Þm. Framsfl. mótmæla harðlega slíkum aðgerðum sem felast í þessari tillögu. Ég segi nei.