Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 04:26:00 (2503)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Miðað við að hér er um einokunarfyrirtæki að ræða má segja að það getur verið álíka arðgefandi og Gjaldheimtan í Reykjavík, ef við tækjum upp á því að selja hana. Ég sé nú ekki forsendur fyrir því að þegnar landsins þurfi að búa við það að hlutafélagi sé afhent skattlagningarvald og einokunaraðstaða eins og hér er verið að leggja til. Og það vil ég hafa á hreinu að ef þetta fyrirtæki verður selt og þeir sem nú fara með völd í landinu eiga eftir að tapa þeim, þá tel ég eðlilegt að allri skipan þessara mála verði gjörbreytt með hagsmuni neytenda í huga. Og ég hygg að þeir séu nokkrir í stjórnarliðinu sem einnig munu líta svo á að að það sé skynsamlegra að breyta þessu frá því sem það er í dag. Ég segi þess vegna nei.