Skipulag á Miðhálendi Íslands

124. fundur
Föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 12:35:00 (5426)

     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það sem við ræðum hér er spurningin um túlkun 67. gr. stjórnarskrárinnar og það er alveg ljóst að það er ekkert einhlít skoðun sem hægt er að hafa uppi yfir hvað sú grein tekur að því er snertir land og auðæfi sem tengjast landi. Það liggur fyrir og dómar hafa um það fallið í ágreiningsefnum og það eru viðhorf til þess sem ég vísaði til, t.d. varðandi jarðhitaréttindi, sem menn eins og Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson, fyrrum þingmenn og ráðherrar og forustumenn í sínum flokkum, höfðu mjög skýrar hugmyndir um að rækjust ekki á, að lagasetning um þau efni rækist ekki á eignarréttarákvæði íslensku stjórnarskrárinnar. Hitt er svo atriði sem við þurfum að átta okkur á að hér erum við ekki að ræða þetta mál sem deiluefni um yfirráðarétt yfir landi, við erum ekki að ræða það þannig þó að það hafi borist hér inn í umræðuna.