Ferill 30. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 30 . mál.


30. Frumvarp til lánsfjárlaga



fyrir árið 1992.

(Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991.)




I. KAFLI


Lántökur ríkissjóðs.


1. gr.


         Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að taka að láni allt að 13.000 m.kr. á árinu 1992.

2. gr.


    Lánsfé skv. 1. gr. skal ráðstafað í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1992 og þessara laga.

3. gr.


    Fjármálaráðherra er heimilt að endurlána allt að 4.545 m.kr. af fjárhæð skv. 1. gr. til eftirtalinna aðila:
    Lánasjóður íslenskra námsmanna, allt að 2.815 m.kr.
    Alþjóðaflugþjónustan, allt að 480 m.kr.
    Atvinnutryggingardeild Byggðastofnunar, allt að 1.250 m.kr.

II. KAFLI


Ríkisábyrgðir.


4. gr.


    Eftirtöldum aðilum, sem heimild hafa í sérlögum til lántöku, er heimilt að nýta þær á árinu 1992, með þeim takmörkunum sem koma fram hér að neðan, sbr. 13. gr. laga nr. 84/1985, um breytingu á lögum nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga:
    Landsvirkjun, allt að 6.650 m.kr., sbr. 14. gr. laga nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með áorðnum breytingum.
    Byggingarsjóður ríkisins, allt að 2.565 m.kr., sbr. 9. gr. laga nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Byggingarsjóður verkamanna, allt að 5.640 m.kr., sbr. 64. gr. laga nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins, allt að 12.000 m.kr., sbr. 35. gr. laga nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Stofnlánadeild landbúnaðarins, allt að 700 m.kr., sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, með áorðnum breytingum.
    Byggðastofnun, allt að 850 m.kr., sbr. 18. gr. laga nr. 64/1985, um Byggðastofnun, með áorðnum breytingum.
    Iðnlánasjóður, allt að 1.600 m.kr., sbr. 6. og 10. gr. laga nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, með áorðnum breytingum.
    Iðnþróunarsjóður, allt að 600 m.kr., sbr. 2. tölul. stofnsamnings um norrænan iðnþróunarsjóð fyrir Ísland og lög nr. 9/1970, um Iðnþróunarsjóð, með áorðnum breytingum.
    Fiskveiðasjóður, allt að 2.750 m.kr., sbr. 3. og 5. gr. laga nr. 44/1976, um Fiskveiðasjóð, með áorðnum breytingum.
    Útflutningslánasjóður, allt að 100 m.kr., sbr. 3. gr. laga nr. 47/1970, um Útflutningslánasjóð, með áorðnum breytingum.

5. gr.

    
    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð lántökur eftirtalinna aðila á árinu 1992:
    Herjólfs hf., allt að 400 m.kr. til smíði á nýrri ferju.
    Vatnsleysustrandarhrepps, allt að 500 m.kr til hafnarframkvæmda.

III. KAFLI


Ýmis ákvæði.


6. gr.


         Fjármálaráðherra ákveður hvort lántaka samkvæmt lögum þessum fari fram innan lands eða utan, í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðli.

7. gr.


         Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að taka lán að hluta eða öllu leyti í stað þess að veita ríkisábyrgð á lántökur þeirra aðila sem tilgreindir eru í II. kafla og endurlána til þeirra með þeim kjörum og skilmálum sem hann ákveður.

8. gr.


    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs getur heimilað þeim aðilum sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum:
    að taka lán í því skyni að endurgreiða fyrir gjalddaga eftirstöðvar eldri lána þegar hagstæðari kjör bjóðast,
    að stofna til skulda- og vaxtaskipta og nýta aðra möguleika sem bjóðast á markaði til þess að tryggja viðkomandi aðila gegn verulegum vaxtabreytingum,
    að taka ný lán til endurgreiðslu skammtímalána sem tekin voru á grundvelli heimilda í II. kafla, að hluta eða öllu leyti án þess að lánssamningur um þau falli úr gildi, enda sé ekki dregið á slíka lánssamninga að nýju nema lagaheimild liggi fyrir.

9. gr.


    Hyggist aðilar, sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum, nýta heimildir II. kafla eða 8. gr. skulu þeir gæta ákvæða 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.

10. gr.


    Yfirtekin lán, ábyrgðir veittar á lántökum þriðja aðila og milliganga um töku erlendra lána fyrir innlenda aðila á grundvelli auglýsingar viðskiptaráðuneytis, nú nr. 314/1990, um erlendar lántökur og leigusamninga vegna innflutnings á vélum, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar, eða annarra heimilda veittra einstökum fyrirtækjum, teljast til lántöku og skulu rúmast innan þeirra heimilda sem tilgreindar eru í II. kafla.


11. gr.


    Erlendar fjárhæðir skulu miðast við kaupgengi íslensku krónunnar samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi lánsfjárlaga.

12. gr.


    Lántökuheimildir og heimildir til veitingar ríkisábyrgða, sem tilgreindar eru í I.–III. kafla, gilda á árinu 1992. Heimildir samkvæmt lögum þessum verða þó nýttar til 1. apríl 1993 standi sérstaklega á og samþykki fjármálaráðherra komi til.

13. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.




REPRÓ í GUT. (bls. 4–26).