Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 178 . mál.


239. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um loðnuveiði.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mikið hefur veiðst árlega í heild af loðnu á svæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen frá árinu 1986 að telja og hversu mikið hefur ár hvert komið í hlut einstakra ríkja og Evrópubandalagsins mælt í tonnum og sem hlutfall af heildarveiði?

Tafla 1.

Árlegar loðnuveiðar síðan 1986.



Ár

Heild

Ísland

%

Noregur

%

Færeyjar

%

Danmörk

%



1986           1164
,7 894 ,3 76 ,8 199 ,7 17 ,2 65 ,4 5 ,6 5 ,3
0 ,4
1987           1019
,1 811 ,9 79 ,7 142 ,0 13 ,9 65 ,2 6 ,4
- -
1988           1028
,6 912 ,0 88 ,7 68 ,1 6 ,6 48 ,5 4 ,7
  - -
1989           778
,1 663 ,0 85 ,2 100 ,7 12 ,9 14 ,4 1 ,9
- -
1990           798
,0 695 ,7 87 ,2 84 ,4 10 ,6 17 ,9 2 ,2
- -
1991 1
         
202 ,6

1 Jan. – mars 1991


Tafla 2.

Veiðar á vertíð eftir samkomulag frá 1989.



Vertíð

Heild

Ísland

%

Noregur

%

Færeyjar

%



1989–1990      807
,8 665 ,9 82 ,4 115 ,2 14 ,3 26 ,7
3 ,3
1990–1991      313
,8 286 ,3 91 ,2 21 ,9 7 ,0 5 ,6
1 ,8


Athugasemdir:
    1. Á árinu 1980 var gerður samningur milli Noregs og Íslands um skiptingu þess heildarmagns sem veiða mátti árlega á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Austur-Grænlands. Samkvæmt þessu samkomulagi komu 85% í hlut Íslands og 15% í hlut Noregs.
    2. Auk Norðmanna og Íslendinga höfðu Færeyingar og Danir stundað veiðar úr þessum stofni við Austur-Grænland og á gráa svæðinu milli Austur-Grænlands og Jan Mayen samkvæmt heimild Grænlendinga. Grænlendingar úthlutuðu bæði Evrópubandalaginu og Færeyingum loðnukvótum sem voru utan þess heildarkvóta sem Íslendingar og Norðmenn komu sér saman um hverju sinni.
    3. Í janúarmánuði 1989 tókst samkomulag milli Íslands, Grænlands og Noregs um nýtingu loðnustofnsins. Samkvæmt þessu samkomulagi komu 78% í hlut Íslands en 11% í hlut bæði Grænlands og Noregs. Samkomulag þetta gildir þrjár vertíðir eða til loka þeirrar vertíðar sem nú stendur yfir, þ.e. til maí 1992.
    4. Á fyrstu vertíð á gildistíma samningsins var bráðabirgðakvóti ákveðinn 900 þús. lestir og skiptist hann þannig: Ísland 662 þús. lestir, Grænland 99 þús. lestir, Noregur 139 þús. lestir. Af þeim 139 þús. lestum sem komu í hlut Noregs voru 40 þús. lestir vegna uppbóta frá vertíðinni á undan samkvæmt ákvæðum samnings frá 1980 milli Íslands og Noregs.
    Á þessari vertíð ráðstafaði Grænland kvóta sínum þannig: LÍÚ 21 þús. lestir, Einar Guðfinnsson hf. Bolungavík 10 þús. lestir, Noregur 10 þús. lestir og 47 þús. lestir voru framseldar til Evrópubandalagsins og Færeyja.
    Veiðar á þessari vertíð gengu mjög illa og náði engin þjóð að veiða sinn kvóta, sbr. töflu 2 hér að ofan.
    5. Á vertíðinni 1990–1991 var bráðabirgðakvótinn ákveðinn 600 þús. lestir sem skiptust þannig: Ísland 468 þús. lestir, Noregur 66 þús. lestir og Grænland 66 þús. lestir. Grænlendingar ráðstöfuðu kvóta sínum á þeirri vertíð þannig: Evrópubandalagið 40 þús. lestir, Færeyjar 13 þús. lestir, Noregur 6,5 þús. lestir og Einar Guðfinnsson hf. 6,5 þús. lestir.
    Veiðar þessar gengu mjög illa og voru stöðvaðar frá 5. desember til 13. febrúar 1991. Höfðu þá um haustið aðeins veiðst 111 þús. lestir. Eftir frekari loðnumælingar í janúar og byrjun febrúar var ákveðið að veiddar skyldu 185 þús. lestir frá 15. febrúar til áramóta. Vísast til töflu 2 um veiðimagn. Vegna ákvæðis í samningi um bann við veiðum erlendra loðnuskipa í fiskveiðilandhelgi Íslands eftir 15. febrúar veiddu íslensk loðnuskip allan kvótann sem ákveðinn var um miðjan febrúar.
    6. Á þeirri vertíð, sem nú stendur yfir, var kvótinn 26. október ákveðinn 240 þús. lestir og var honum skipt í samræmi við samning. Engin erlend skip hafa hafið veiðar þegar þetta er ritað þar sem veiðar hafa gengið illa að síðustu dögum undanskildum. Fram er komin tillaga frá Hafrannsóknastofnun um 200 þús. lesta aukningu kvóta. Grænlendingar og Norðmenn hafa gert fyrirvara vegna hugsanlegra uppbóta á yfirstandandi vertíð vegna þess að þeir náðu ekki sinni hlutdeild úr heildarveiðinni á síðustu vertíð.