Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 171 . mál.


320. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 67/1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum, o.fl.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Við 3. gr. Fyrri stafliður orðist svo:
    Á eftir 12. gr. laganna komi ný grein er verði 13. gr. og orðist svo:
    Greiða skal framfærendum fatlaðra og sjúkra barna, sem dveljast í heimahúsi, styrk, allt að 9.092 kr., eða umönnunarbætur, allt að 47.111 kr. á mánuði, ef andleg eða líkamleg hömlun barns hefur í för með sér tilfinnanleg útgjöld eða sérstaka umönnun eða gæslu. Tryggingastofnun ríkisins úrskurðar og annast greiðslu styrks og umönnunarbóta, að fengnum tillögum svæðisstjórna, samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Greiðsla styrks skal miðuð við 10–40 klst. þjónustu á mánuði en greiðsla umönnunarbóta 40–175 klst. þjónustu á mánuði sem tryggingaráði er heimilt að hækka í allt að 200 klst. mæli sérstakar ástæður með því að mati svæðisstjórna. Dagleg þjónusta við barn utan heimilis skerðir umönnunarbætur. Um framkvæmd greinarinnar fer eftir reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra setur í samráði við félgsmálaráðherra að fengnum tillögum tryggingaráðs.