Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 235 . mál.


409. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um ósoneyðandi efni.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvernig hefur miðað samdrætti í notkun ósoneyðandi efna hérlendis með tilliti til Montreal-bókunar Vínarsáttmálans frá því Íslendingar undirrituðu sáttmálann 1989?
    Hvaða áætlanir liggja nú fyrir um minnkandi notkun ósoneyðandi efna (klórflúorkolefna og halona) hérlendis?
    Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir strangari aðgerðum af Íslands hálfu en nú er kveðið á um í Montreal-bókuninni, t.d. stöðvun á notkun ósoneyðandi efna fyrir árið 1995?