Ferill 354. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 354 . mál.


568. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hverjar eru þær aflaheimildir sem Hagræðingarsjóður hefur til ráðstöfunar á yfirstandandi fiskveiðiári skv. 5. gr. laga nr. 40/1990, sundurliðaðar eftir fisktegundum og umreiknaðar í þorskígildi?
    Hvernig skiptast aflaheimildir skv. 1. tölul. reiknað í þorskígildum milli einstakra skipa og báta, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 4/1992?
    Hvers vegna er ákveðið í 7. gr. reglugerðar nr. 89/1992 að forkaupsréttur útgerða fiskiskipa falli niður ef samanlagðar aflaheimildir, sem útgerð fiskiskipa á forkaupsrétt á, eru minna en 7 þorskígildislestir og hvers vegna er ekki miðað við 3 þorskígildislestir eins og var skv. 9. gr. reglugerðar nr. 156/1991?
    Hvað er áætlað að þær aflaheimildir, mældar í þorskígildislestum, verði samtals á næsta fiskveiðiári sem forkaupsréttur fellur niður á skv. 7. gr. reglugerðar nr. 89/1992 og hvernig verður þeim aflaheimildum ráðstafað?


Skriflegt svar óskast.