Ferill 357. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 357 . mál.


576. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um endurskoðun laga um tóbaksvarnir.

Frá Þuríði Backman.



    Hvernig gengur endurskoðun laga um tóbaksvarnir frá 1984?
    Hverjir annast endurskoðunina?
    Verður frumvarp til nýrra tóbaksvarnalaga lagt fram á yfirstandandi þingi?

Greinargerð.


    Þegar lög um tóbaksvarnir voru samþykkt á Alþingi árið 1984 vöktu þau athygli víða um heim og þóttu til fyrirmyndar í baráttunni gegn reykingum. Þó ekki séu nema rúm sjö ár síðan lögin tóku gildi þarf að herða ýmis ákvæði þeirra og bæta við nýjum umræðum til að nálgast það markmið, sem sett hefur verið, að draga úr og síðar útrýma reykingum. Af þeirri reynslu, sem fengist hefur af heilbrigðisfræðslu, ekki síst í skólum, er varla að vænta öllu meiri árangurs af tóbaksvarnastarfi meðal barna og unglinga, nema fastar sé tekið á þeim málum í þjóðfélaginu. Umhverfi barna og unglinga þarf að breytast og kemur þar til kasta löggjafans að hafa frumkvæði um enn víðtækari og markvissari löggjöf um takmarkanir á tóbakssölu og tóbaksneyslu. Tóbaksvarnalöggjöfin er einnig viðspyrna gegn sterkari fíkniefnaneyslu.


Skriflegt svar óskast.