Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 386 . mál.


628. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um framhaldsvinnu við orkusáttmála Evrópu.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hver er þátttaka Íslands í framhaldsvinnu á grundvelli draga að svonefndum orkusáttmála Evrópu sem ráðherra undirritaði viljayfirlýsingu um 17. desember 1991?
    Í hverju er þessi vinna fólgin, hverjir eiga þar hlut að máli fyrir Íslands hönd og að hvaða áföngum er stefnt á þessu ári?
    Hver eru helstu álitaefni, sem uppi eru, að mati ráðherra í þeirri vinnu sem fram undan er?
    Að hve miklu leyti verður um lagalega bindandi ákvarðanir að ræða samkvæmt fyrirliggjandi hugmyndum og hvers eðlis eru þeir lagalega bindandi efnisþættir?