Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 403 . mál.


656. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um myndbirtingar af börnum í dagblöðum.

Frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.



    Telur menntamálaráðherra sem fer með yfirstjórn barnaverndarmála að birting myndar af barni, sem ratað hefur í mikla ógæfu, eins og átti sér stað í DV þriðjudaginn 24. mars sl., sé á einhvern máta í andstöðu við lög um vernd barna og ungmenna eða önnur gildandi lög?
    Ef svo er, hvað hyggst ráðherra gera til að koma í veg fyrir að slík myndbirting, eða jafngildi hennar í ljósvakafjölmiðlum, endurtaki sig?
    Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að skyldur samfélagsins alls, bæði einstaklinga þess og stofnana, gagnvart börnum verði gerðar skýrari og afdráttarlausari í lögum en nú er?