Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 404 . mál.


657. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um staðfestingu á samkomulagi Framleiðsluráðs landbúnaðarins og stjórnar Landssamtaka sláturleyfishafa um sölu á nautgripakjöti.

Frá Hjálmari Jónssyni.



    Hyggst ráðherra staðfesta samkomulag sem Framleiðsluráð landbúnaðarins og stjórn Landssamtaka sláturleyfishafa hafa gert með sér, dags. 26. febrúar sl., „um aðgerðir til þess að koma á jafnvægi á markaði með nautgripakjöt“?
    Telur ráðherra að heimilt sé að skuldbinda þá sláturleyfishafa, sem aðeins selja ferskt nautakjöt, til þess að standa straum af kostnaði við frystingu og geymslu á nautakjöti?
    Eru sláturleyfishafar skyldugir til að vera í Landssamtökum sláturleyfishafa?
    Geta Framleiðsluráð landbúnaðarins og Landssamtök sláturleyfishafa skuldbundið þriðja aðila, Landssamband kúabænda, til þess að innheimta verðmiðlunargjald af framleiðendum án þess að það sé aðili að samkomulaginu?
    Eru kúabændur skyldugir til þess að vera í Landssambandi kúabænda og lúta slíku samkomulagi ef staðfest verður?
    Hvaða aðgerðir telur ráðherra mögulegar skv. 7. gr. samkomulagsins til að draga úr heimaslátrun og gera hana fjárhagslega óhagstæðari?
    Telur ráðherra eðlilegt að gert sé slíkt samkomulag án gildistímaákvæða og án uppsagnarmöguleika?