Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 348 . mál.


753. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um vanskil á staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars.

    Hver eru samtals vanskil á staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars:
         
    
    af launum ársins 1990 eða eldri,
         
    
    af launum ársins 1991,
         
    
    af launum í janúar 1992,
        sundurliðað eftir mánuðum og innheimtumönnum?

     Til að fá marktæka mynd af stöðu innheimtumála þarf að sundurliða þá kröfu sem til innheimtu er í höfuðstól, dráttarvexti og viðurlög. Sama þarf og að gera við innheimtu og eftirstöðvar og reikna þær stærðir í hlutfalli við álagningu. Í spurningunni er óskað eftir upplýsingum um vanskil á staðgreiðslu í 49 mánuði hjá u.þ.b. 30 innheimtuaðilum. Alls má reikna með að upplýsingar þessar mundu fylla nálega 50 bls., þ.e. eina síðu fyrir hvern mánuð.
     Svo mikil sundurliðun eftir tímabilum er vinnufrek og hefur auk þess lítið upplýsingagildi umfram það sem lesa má úr yfirlitum yfir hvert ár um sig. Eru því slíkar töflur látnar nægja og þess vænst að þær veiti þær upplýsingar sem eftir er leitað.
     Við mat á innheimtu þarf að mörgu að gæta. Tvö atriði, þ.e. dráttarvextir og gjaldþrot, geta sérstaklega haft áhrif og gert mælingu innheimtuárangurs ónákvæma. Af þeim sökum eru álagningar- og innheimtutölur greindar í sundur í höfuðstól og annað sem felur í sér dráttarvexti og viðurlög. Á heildaryfirliti eru álagningar- og innheimtutölur sýndar með og án þeirra fyrritækja sem eru í gjaldþrotaskiptum við gerð eftirlitsins.
     Álagning staðgreiðslu á árinu 1988–1991 er samtals 113,1 milljarður kr. án viðurlaga og dráttarvaxta. Af þessum höfuðstól hafa verið innheimtir 111 milljarðar kr. eða 98,1%. Eftirstöðvar af höfuðstól eru 2,1 milljarður kr.

    Eftirfarandi tafla sýnir höfuðstól álagningar og innheimtu af honum ár hvert:

Álagning

Innheimta

Innheimtu


Ár

m.kr.

m.kr.

hlutfall %



1988           20
,7 20 ,3
98 ,5
1989           25
,0 24 ,6
98 ,5
1990           30
,8 30 ,3
98 ,5
1991           36
,7 35 ,7
97 ,2
Samtals      113
,1 111 ,0
98 ,1

    Af álögðum höfuðstól eru um 6,2 milljarðar kr. hjá fyrirtækjum sem eru í gjaldþrotaskiptum og eru óinnheimtar eftirstöðvar um 1 milljarður kr. Án þeirra fyrirtækja er álagður höfuðstóll staðgreiðslu 106,9 milljarðar kr., innheimtir eru 105,7 milljarðar kr. eða 98,9%. Eftirstöðvar hjá þessum aðilum eru 1,1 milljarður kr. sem er tæplega 1,1% álagningar.
     Séu þau fyrirtæki, sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta tekin út úr, verða álagningartölur og innheimta hvers árs sem hér segir:

Álagning

Innheimta

Innheimtu-


Ár

m.kr.

m.kr.

hlutfall %



1988           18
,6 18 ,5
99 ,8
1989           23
,2 23 ,1
99 ,6
1990           29
,2 29 ,0
99 ,4
1991           35
,9 35 ,1
97 ,6
Samtals      106
,9 105 ,7
98 ,9

    Innheimta af höfuðstól hefur verið mjög jöfn frá upphafi staðgreiðslu eða um 98,5% af álagningu alls á árunum 1988–1990 en 99,4%–99,8% af álagningu sé litið fram hjá fyrirtækjum sem eru í gjaldþrotaskiptum.
     Innheimta af staðgreiðslu ársins 1991 er nú um 97,2% af álagningu alls og um 97,6% af álagningu á fyrirtæki að frátöldum þeim sem eru í gjaldþrotaskiptum. Með tilliti til þess hve skammt er liðið frá lokum ársins og þess að í tölum þessa árs eru einnig eftirstöðvar staðgreiðslu reiknaðs endurgjalds, sem ekki er í tölum fyrri ára, má fastlega reikna með að innheimta þessa árs verði sambærileg hinum fyrri. Þessa skoðun styrkir einnig það að innheimta af höfuðstól staðgreiðslu vegna 1991 er þegar orðin rúmlega 17% hærri en innheimta af höfuðstól álagningar 1990 og er það nokkuð umfram launabreytingar milli ára.
     Innheimta staðgreiðslu er eins og tölurnar bera með sér nokkuð mismunandi eftir umdæmum. Auk þess sem nokkur munur kann að vera á því hvernig að innheimtu er staðið og hvernig hún gengur í umdæmunum þarf að hafa í huga að staðbundið ástand í atvinnumálum kann að hafa veruleg áhrif og að greiðsluerfiðleikar fárra aðila í litlu umdæmi hafa mikil áhrif á innheimtutölur.

    Hyggst fjármálaráðherra grípa til aðgerða til að tryggja betri skil staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars og ef svo er, þá hverra?
    Eins og töflurnar bera með sér verður að telja ástand í innheimtu staðgreiðslu viðunandi og verður ekki séð að innheimta hafi slaknað í tímans rás. Ekki er vafi á að góð staða í þessum efnum er m.a. afleiðing þess að innheimtuúrræði eru virk, heimildir eru til álaga vegna vanrækslu á skilum og til lokunar sé greiðsluskyldu ekki sinnt. Þá er einnig að nefna að staðgreiðslukerfið er einfalt að gerð og þess hefur verið gætt að halda kröfum um gögn sem launagreiðendur þurfa að skila í lágmarki og einföldum í vinnslu.
     Ráðuneytið telur að til langframa tryggi þessi atriði umfram annað árangur í innheimtu og þurfi að gæta þess að breyta þeim ekki til verri vegar. Ekki virðist að sinni vera ástæða til sérstakra innheimtuaðgerða. Ráðuneytið hefur að undanförnu verið að byggja upp reglulegt eftirlit með innheimtu staðgreiðslu og annarra opinberra gjalda. Verður því haldið áfram og það eflt og samvinna við innheimtumenn treyst. Fyrirhugað er að gefa reglulega út skýrslu um álagningu og innheimtu stærstu tekjuliða ríkisins. Talnaefnið, sem svari þessu fylgir, er úr efni væntanlegrar skýrslu um staðgreiðslu.


Repró í GUT töflur bls. 3–9.