Ferill 497. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 497 . mál.


783. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um aukna hættu af ávana- og fíknilyfjum í kjölfar EES-samnings.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Mun EES-samningur hafa áhrif á innflutning og dreifingu ávanabindandi lyfja hérlendis?
    Hefði EES-samningur í för með sér að rýmka þyrfti ákvæði um sölu lyfja án lyfseðils hér á landi?
    Hefur farið fram mat á því hvort og í hve ríkum mæli megi ætla að misnotkun ávanabindandi lyfja muni aukast hérlendis í kjölfar EES-samnings?
    Hvaða áhrif er talið að ákvæði EES um „frelsin fjögur“ geti haft á ólöglegan innflutning fíkniefna innan EES-svæðisins og hingað til lands?
    Telja stjórnvöld ástæðu til að undirbúa ráðstafanir til mótvægis við áhrif EES-samnings að því er varðar fyrrgreinda þætti?


Skriflegt svar óskast.