Ferill 485. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 485 . mál.


797. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Bryndísar Friðgeirsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um málefni grunnskóla og framhaldsskóla.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
    Hve margir nemendur útskrifast úr 10. bekk grunnskólans í vor (skipt eftir fræðsluumdæmum)?
    Fjöldi nemenda sem útskrifast úr grunnskóla vorið 1992:

Fræðsluumdæmi

    Fjöldi



Reykjavík     
1.356

Reykjanes     
1.021

Vesturland     
265

Vestfirðir     
164

Norðurland vestra     
169

Norðurland eystra     
439

Austurland     
222

Suðurland     
428

Samtals     
4.064



    Hve margir nemendur með grunnskólapróf má áætla að verði teknir inn í framhaldsskóla að hausti (skipt eftir fræðsluumdæmum)?
    Fjöldi nemenda sem útskrifast með grunnskólapróf vorið 1992 og ætla má að innritist í framhaldsskóla í haust:

Fræðsluumdæmi

    Fjöldi



Reykjavík     
1.112

Reykjanes     
817

Vesturland     
217

Vestfirðir     
131

Norðurland vestra     
133

Norðurland eystra     
360

Austurland     
182

Suðurland     
350

Samtals     
3.302


    Miðað er við að 82% nemenda innritist í framhaldsskóla.

    Ef fleiri sækja um framhaldsskóla en fá þar inni í haust, hvað verður lagt til grundvallar við inntöku?
    Ráðuneytið hefur ákveðið að ekki verði um að ræða takmörkun á inngöngu nemenda úr grunnskóla í framhaldsskóla í haust.

    Hversu mörgum sérkennslustundum er varið til kennslu nemenda í 10. bekk skólaárið 1991–92?
    Skólastjórar grunnskóla gera áætlanir um þörf fyrir sérkennslu í skólum sínum árlega. Fræðslustjórar úthluta stundum til sérkennslu í samræmi við þær áætlanir að því leyti sem sérkennslukvótinn dugir til. Kvóta til sérkennslu í grunnskólum er úthlutað tímabundið eða frá því að vera nokkrar kennslustundir í það að nemandi nýtur sérkennslu allan skólatímann.
    Yfirlit yfir fjölda kennslustunda í 10. bekk til sérkennslu á þessu skólaári liggur ekki fyrir. Í grunnskólum landsins er varið 9.836 vikustundum til sérkennslu u.þ.b. 6.600 nemenda á aldrinum 6–16 ára á skólaárinu sem er að líða og er stundunum úthlutað á þann hátt sem að framan greinir.

    Hversu mörgum sérkennslustundum er varið til kennslu nemenda í 1. bekk framhaldsskóla sama ár? Er það fjölgun eða fækkun frá fyrra ári?
    Alþingi hefur með samþykkt fjárlaga ársins 1992 varið 26 millj. kr. til sérkennslu og annarrar aðstoðar við fatlaða í framhaldsskólum á þessu ári. Á síðasta ári var upphæðin 16 millj. kr.
    Á haustönn 1991 voru 283 vikustundir nýttar til sérkennslu í framhaldsskólum en 475 á vorönn 1992.

    Hversu margir nemenda, sem innrituðust í framhaldsskóla, náðu ekki prófi eða þreyttu ekki próf eftir haustönn yfirstandandi skólaárs?
    Ekki liggur fyrir hve margir nemendur, sem innrituðust í framhaldsskóla sl. haust, náðu ekki prófum eða fóru ekki í próf í lok haustannar.