Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 351 . mál.


919. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um innheimtu og ráðstöfun sérstaks eignarskatts.

    Svör við 1.–4. tölul. eru byggð á upplýsingum fjármálaráðuneytisins 30. apríl 1992.
    Hve mikið innheimtist árlega gjaldárin 1987–1989 af sérstökum eignarskatti samkvæmt lögum um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu?
    Samkvæmt upplýsingum úr ríkisreikningi 1987–1989 var innheimta á sérstökum eignarskatti sem hér segir:

Millj. kr.



Árið 1987     
120
,7
Árið 1988     
151
,3
Árið 1989     
212
,2
    Samtals     
484
,2

    Hvernig var því fé varið sem innheimtist skv. 1. tölul., sundurliðað eftir árum?
    Samkvæmt ríkisreikningi 1987–1989 var eftirfarandi fjárhæðum varið til byggingar Þjóðarbókhlöðu:

Millj. kr.



Árið 1987     
74
,0
Árið 1988     
50
,0
Árið 1989     
120
,1
    Samtals     
244
,2

    Hve mikið innheimtist árlega árin 1990 og 1991 af sérstökum eignarskatti samkvæmt lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga?
    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisbókhaldi var innheimta á sérstökum eignarskatti samkvæmt lögum nr. 83/1989 eftirfarandi:

1990

1991


millj. kr.

millj. kr.



Innheimta, sbr. lög nr. 83/1989      211
,8
283 ,0
Innheimta á eftirstöðvum fyrri ára      49
,3
45 ,5
    Samtals      261
,1
328 ,5
Fjárlagaáætlun til samanburðar      267
,0
335 ,0

    Hvernig var því fé varið sem innheimtist skv. 3. tölul., sundurliðað eftir árum og verkefnum?
    Hér á eftir er tilgreint hvaða fjárhæðum var varið til endurbóta menningarbygginga á árunum 1990 og 1991. Ekki liggur fyrir skipting á innheimtu eignarskattsins til sérstakra verkefna, en eins og fram kemur eru útgjöld langt umfram tekjur bæði árin.

1990

1991


millj. kr.

millj. kr.



Bessastaðir      161
,2
81 ,2
Þjóðskjalasafn      5
,3
10 ,8
Þjóðarbókhlaða      67
,0
145 ,0
Þjóðleikhús      329
,0
395 ,8
Þjóðminjasafn      22
,3
34 ,6
    Samtals      584
,7
667 ,4


    Svör við 5. tölul. eru byggð á greinargerð byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu 31. mars 1992.
    Hvað er áætlað að bygging Þjóðarbókhlöðu kosti á núgildandi verðlagi og hve miklu hefur verið varið til byggingarinnar frá 1987, framreiknað til sama verðlags?

Millj. kr.



Miðað við áramót 1991–1992 hefur verið varið til byggingar Þjóðarbókhlöðu á verðlagi
   dagsins     
1.079
,0
Áætluð viðbótarfjárþörf til loka fyrsta starfsárs     
1.681
,0
Frá áramótum 1987 til ársloka 1991 hefur verið varið til byggingarinnar á verðlagi
   1. apríl 1992     
563
,7

    Svör við 6. tölul. eru byggð á svörum viðkomandi byggingarnefnda.
    Hvað er áætlað að kostnaður sé mikill við endurbætur þeirra bygginga sem fengið hafa fé af sérstökum eignarskatti skv. 4. tölul., sundurliðað eftir byggingum, og hvað er áætlað að kostnaður sé mikill við óunnar framkvæmdir, einnig sundurliðað eftir verkefnum?

Svar við fyrri hluta spurningarinnar:

1991


Kostnaður við endurbætur og nýbyggingar

millj. kr.



Bessastaðastofa     
222
,9
Þjóðskjalasafn     
23
,3
Þjóðarbókhlaða     
1.079
,0
Þjóðleikhús     
695
,0
Þjóðminjasafn     
24
,8

Svar við seinni hluta spurningarinnar:

1991


Áætluð fjárþörf til verkloka

millj. kr.



Þjóðskjalasafn     
390
,0
Þjóðarbókhlaða     
1.681
,0
Þjóðleikhús*
Þjóðminjasafn     
747
,0

* Þjóðleikhús: Vegna óvissu um með hvaða hætti staðið verður að frekari endurbótum í Þjóðleikhúsinu hefur ekki
   verið gerð endanleg áætlun um kostnað í því sambandi.