Brottvísun 400 Palestínumanna frá Ísrael

94. fundur
Miðvikudaginn 06. janúar 1993, kl. 15:29:55 (4373)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Þá fer fram utandagskrárumræða samkvæmt fyrri málsgrein 50. gr. þingskapalaga að beiðni hv. 4. þm. Norðul. e. og er umræðuefnið brottvísun Palestínumanna af hernumdu svæðunum. Tímamörk eru þau, eins og hv. þm. er eflaust kunnugt, að málshefjandi hefur fimm mínútur í fyrra skiptið sem hann tekur til máls og óski hann eftir að taka til máls öðru sinni hefur hann tvær mínútur til umráða. Viðkomandi ráðherra hefur fimm mínútur í fyrra skiptið og tvær mínútur í síðari skiptið og aðrir þingmenn og ráðherrar tvær mínútur.