Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 18:12:47 (4517)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Afskaplega var þetta miklu hógværari maður en sá sem tætti af sér stóryrðin í gærkvöld og sagði að þetta væri allt í hendi fyrir þjóðina. Hann sagði: Það er engin trygging. Ég verð að segja, virðulegur forseti, að af og til en ekki mjög oft hefur komið fyrir í seinni tíð að ég hef verið tiltölulega ánægður með niðurstöðu umræðna á Alþingi en ég er fjarska ánægður með þessa niðurstöðu. Það er bersýnilegt að hæstv. utanrrh. er eftir allar stórkarlalegu yfirlýsingarnar rökþrotabú. Það hefði verið hentugra fyrir hann að tala aðeins varfærnislegar. Í gær sagði hann: ,,Fólkið er kvíðið um atvinnu, það hefur ekki tíma til að hlusta á meira málþóf.`` Nú sagði hann: ,,Það er ekkert öruggt.`` Þetta er framför.