Evrópskt efnahagssvæði

98. fundur
Laugardaginn 09. janúar 1993, kl. 17:50:39 (4580)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að lengja umræðuna um þetta en hins vegar var það alveg rétt hjá hv. þm. að ég er sagnfræðingur og vil hafa það sem sannara reynist og ég verð að benda hv. þm. á að það er kannski ekki tilviljun að margir töldu þetta til tíðinda þrátt fyrir það að ýmsar yfirlýsingar hv. þm. 6. þm. Reykn. hafi vissulega komið þessum grunsemdum af stað og ég treysti mér alveg til að finna, ef ég fæ til þess tíma, einhver tilvik þar sem það hefur verið að reyna að bera þetta af hv. þm. því það hefur verið gert og ég er ekki að fara þar rangt með og mig misminnir ekki. Þannig að ég skal svo sannarlega færa slík gögn í hendur hv. þm. En ég ætla ekki að lengja þessa umræðu frekar um þetta og ég veit að við skiljum það bæði tvö að þetta hefur verið talið til tíðinda þrátt fyrir þá forsögu sem við leggjum mismunandi mat á.