Vistfræðileg þróun landbúnaðar á Íslandi

106. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 11:29:29 (4969)


     Fyrirspyrjandi (Jón Helgason) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir svör hans. Mér er að sjálfsögðu ljóst að það hefur verið unnið að mörgum þáttum umhverfismála hér á landi að undanförnu af stofnunum landbúnaðarins. Þar hefur margt verið vel gert og er enn verið að gera. Ég held að ég hafi varkið athygli á því í fyrri orðum mínum við fsp. að það væri að sjálfsögðu mikilvægt að vita hversu vel við stæðum. Ég held að það

felist í orðalagi þáltill. að það hljóti að verða tekið sérstaklega fram hvort landbúnaðurinn uppfyllir eða uppfyllir ekki kröfurnar sem þarf að gera í þessu skyni.
    Ég vil sérstaklega þakka yfirlýsingu hæstv. landbrh. að hann muni fara að reka betur á eftir því að að þessari úttekt verði unnið þannig að það komi skýrt fram hver staðan er.
    Það kom ekki fram hjá hæstv. ráðherra hvenær hann hefði óskað eftir því við forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að undirbúa þetta mál eða hvort það hefði verið gert bréflega. En ég vonast til þess að ráðherra fylgi eftir orðum sínum hér að gera gangskör að því að þessi niðurstaða fáist.