Þilplötuverksmiðja

106. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 11:33:00 (4971)

     Fyrirspyrjandi (Guðni Ágústsson) :
    Hæstv. forseti. Ég hef leyft mér að spyrja hæstv. iðnrh. hvað líði áformum um að reist verði hér á landi fyrirhuguð þilplötuverksmiðja. Stórbrotið þróunarstarf leiddi af sér nýtt byggingarefni. Íslenskt hugvit og íslensk framleiðsluvara höfðu vakið verulega athygli erlendis, nýtt framtíðarefni í byggingu íbúðarhúsa var fundið upp. Hér á ég við eldþolnar plötur úr Hekluvikri með gifsblöndun. Erlend fyrirtæki hafa sýnt þessu byggingarefni verulegan áhuga. Uppi hafa verið áform um að reist verði verksmiðja hér á landi og hefur Þorlákshöfn verið þar efst á blaði. Hæstv. iðnrh. lýsti því yfir fyrir síðustu alþingiskosningar að þessi verksmiðja yrði reist fljótlega en nú heyrist ekki á málið minnst. Það er veruleg ástæða til að vinna hratt í þessu máli. Þarna er verkefni sem ríkisvaldið getur aðstoðað við. Hér er um að ræða verksmiðju sem gæti skapað tugi og hundruð nýrra starfa í framtíðinni. Hráefnið er íslenskt og framtíðaráformin gætu verið þau að við fullbyggðum hér íbúðarhús inn á Evrópumarkað, einangruð með steinull frá Sauðárkróki, klædd með eldþolnum Hekluvikurplötum, unnum af íslenskum trésmiðum og verkafólki.
    Ég spyr hæstv. iðnrh., sem mjög hefur hugleitt verksmiðjur: Hvað líður þe ssum áformum?