Fjarvera heilbrigðisráðherra

107. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 14:22:40 (5004)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill beina því til hv. þm. að þeir hugleiði aðeins hvaða orð þeir velja sér í umræðum um svona viðkvæm mál þar sem viðkomandi hæstv. ráðherra er fjarstaddur vegna veikindaforfalla. Eins og kom fram í því bréfi sem forseti las hér í gær frá hæstv. heilbrrh. þá getur hann ekki mætt hér til reglulegra þingfunda af þeim ástæðum. Og forseti vill beina því til hv. þm. hvort þetta er ekki efni sem væri heppilegra að ræða á öðrum vettvangi en hér í þingsalnum umfram það sem verið hefur.