Vegáætlun 1993--1996

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 17:04:04 (5184)

     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ýmsir vegir eru inni á langtímaáætlun þeirri sem gengið var frá í fjárln. á síðasta þingi sem ekki voru að fullu hannaðir. Ekki var búið að ákveða vegarstæði allra þeirra vega sem eru inni á langtímaáætlun. Það er auðvitað hreinn útúrsnúningur hjá hv. þm. að ekki megi gera ráð fyrir fyrir því að leggja fé til vegar sem ekki er fullhannaður. Það sem ég hef verið að segja og er kjarni þess máls er að það hefur verið vanrækt að athuga hvar vegarstæðin milli Norður- og Austurlands eigi að liggja. Það er rangt að ég hafi verið ánægður með það að ekki skyldi vera tekið inn fjármagn til þess vegar á langtímaáætlun. Það er fullkomlega ljóst að gengið var frá þeirri langtímaáætlun, sem var lögð fyrir efh.- og viðskn. af meiri hluta Alþingis þá, af stjórnarflokkunum, rætt innan þingflokka stjórnarflokkanna en var ekki sameiginleg ákvörðun þeirra þingmanna sem sátu í nefndinni.