Seðlabanki Íslands

140. fundur
Þriðjudaginn 23. mars 1993, kl. 18:31:38 (6393)


     Eggert Haukdal (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ekki þýðir fyrir hæstv. ráðherra að afneita því að hann ætli að framkvæma nafnleynd. Í viðtali í Morgunblaðinu kynnti hann hið nýja frv. sem er í vændum með þeim hætti.
    Hæstv. ráðherra taldi að á verðbólgulágum árum hefði ástandið reynst gott þrátt fyrir lánskjaravísitölu. Í umræðunum hefur verið margrakið hversu vextir eru langt umfram eðlilegt mark. Þegar verðtryggingunni var komið á var talað um að 2% væru eðlilegir vextir og 4% væri okur.
    Á sex ára ráðherratíð hæstv. ráðherra eru raunvextirnir a.m.k. að meðaltali 9% síðustu sex ár. 4% var talið okur þegar verðtryggingin kom á.
    Hæstv. ráðherra stendur þannig fyrir tvöföldu og þreföldu vaxtaokri. Það er sú stefna sem hann fylgir eftir sem hefur við ráðherralok hans kollsiglt íslensku atvinnulífi og heimilunum.