Skýrsla um stefnu ríkisstjórnarinnar í rannsóknar- og þróunarmálum.

146. fundur
Mánudaginn 29. mars 1993, kl. 13:38:29 (6520)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Það er rétt að það hefur dregist meira en góðu hófi gegnir að skila þessari skýrslu sem beðið var um í haust. Það hefur dregist lengur en ég átti von á að skilað yrði skýrslu nefndar sem falið var að vinna m.a. úr gögnum sem komu fram eftir að OECD-skýrslan var lögð fram á sl. hausti. Ég hef átt von á að fá þessa skýrslu núna undanfarnar vikur og eftir því sem ég veit best mun skýrslunni verða skilað til mín í þessari viku. Hún verður síðan kynnt ríkisstjórninni og ég vona að það geti orðið mjög fljótlega að skýrslan verði lögð fyrir þingið.