Sementsverksmiðja ríkisins

150. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 16:34:32 (6723)

     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir svarið. Það var mjög hreinskilnislegt. En ég býst við því að hann ráði ekki ferðinni í þessu máli. Ég held að það hafi komið berlega í ljós að hann mun ekki ráða ferðinni því það stendur í hvítbókinni skýrum stöfum að fyrirtæki sem slík skuli seljast og að þeir peningar skuli ekki notast til fyrirtækisins sjálfs heldur til aukinna rannsóknarverkefna almennt. Fyrirtækið sjálft mun því ekki njóta þess fjármagns sem kemur við sölu hlutabréfa.