Bætur vegna þorskaflabrests

156. fundur
Fimmtudaginn 15. apríl 1993, kl. 10:48:24 (7046)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins fá að nefna vegna þess að hér kom fram hjá hv. 2. þm. Vesturl. að ég hefði sagt í lok mars að vextir mundu fara lækkandi og það hefði ekki gerst. Það er nefnilega akkúrat það sem hefur gerst. Ég er hissa á því að þingmaðurinn skuli ekki hafa fylgst með því. Ef menn eru að hugsa um sjávarútveginn sérstaklega, þá ætti hv. þm. að vita að eins og staða sjávarútvegsins er og eins og greiðsluflæði hans er og tekjumynstur hans er, þá er nafnvaxtalækkun sú sem orðið hefur sem er meira en 1%, nafnvaxtalækkun í raun raunvaxtalækkun fyrir sjávarútveginn eins og tekjumynstur sjávarútvegsins er. Þetta viðurkenna talsmenn sjávarútvegsins í viðtölum við ríkisstjórnina og forráðamenn hennar og þetta ætti hv. þm. að vita.