Breyting á dagskrá

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 13:46:08 (7154)

     Ragnar Arnalds :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð þeirra hv. þingmanna, sem hér hafa gert athugasemd við dagskrána og ég vildi fyrir hönd míns þingflokks fara fram á það við hæstv. heilbrrh. hvort hann gæti ekki fallist á það að dagskrármálið bíði til morguns. Það eru fleiri rök sem ég er þá með í huga heldur en þau sem hér voru nefnd, þar á meðal forföll í mínum þingflokki. Það eru tveir þingmenn sem ætluðu að taka til máls í dag um þetta mál en geta það ekki vegna fjarveru, annar vegna veikinda og hinn vegna þess að hann er ekki kominn til þings þannig að það væri þægilegra ef hæstv. heilbrrh. gæti á það fallist að umræðan biði til morguns.