Breyting á dagskrá

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 13:48:16 (7156)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseta hafði borist ósk um það frá þingflokki Alþb. að umræðunni um þetta mál, sem hér hefur verið boðað að eigi að taka til umræðu, lyki ekki án þess að hv. þm. Alþb., sem eru fjarverandi og forseta er kunnugt um a.m.k. í öðru tilvikinu eru fullkomlega eðlilegar ástæður, fái tækifæri til að taka til máls við þessa umræðu. Þessi mál verða þá væntanlega á dagskrá á morgun einnig. Forseti væntir þess að hv. þm. geti þá sætt sig við að þessi umræða hefjist nú og síðan verði henni þá frestað ef komið er að því að henni getur lokið.