Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 19:21:51 (7196)


     Geir H. Haarde (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að vekja athygli á því að það sem hv. síðasti ræðumaður sagði hér var ekki andsvar við minni ræðu heldur frekar andsvar við ræðu hæstv. utanrrh. ef ég hef skilið hans mál rétt. En málið er það að hæstv. menntmrh. hefur þegar ákveðið að óska eftir því að Ríkisendurskoðun rannsaki hin fjármálalegu tengsl sem ásakanir eru uppi um að séu með óeðlilegum hætti. Það kemur ekkert pólitík við og það er sjálfsagt og eðlilegt að Ríkisendurskoðun annist slíka rannsókn. Um það hefur þegar komið fram bréf frá menntmrh. og þess vegna hefur verið flutt hér tillaga til rökstuddrar dagskrár um að Alþingi kjósi ekki þá rannsóknarnefnd sem tillagan sem til umræðu er á dagskrá þingsins gerir ráð fyrir, heldur taki fyrir næsta mál á dagskrá.