Lán til viðhalds félagslegra íbúða

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 13:53:25 (7242)

     Jón Kristjánsson :

    Virðulegi forseti. Ég harma að það virðist ekki eiga að grípa til aðgerða í þessum málum fyrir þinglok. Ég get ekki fallist á þau rök að ekki hafi unnist tími í þessum efnum. Frv. til laga um húsnæðismál hefur verið hér til meðferðar í Alþingi síðan fyrir áramót og það hefur allt kapp verið lagt á það að draga allt vald í þessum efnum undir ráðherrann.
    Hér hef ég í höndum, með leyfi hæstv. forseta, bréf dags. 7. jan. frá félmrn. til Sigurðar E. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins, og þar er einmitt óskað eftir umsögn Húsnæðisstofnunar um tillögu frá starfshóp um félagslegar íbúðir. Ég harma það að ekki virðist vera vilji til skjótra viðbragða í þessum efnum.