Lyfjalög

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 16:44:39 (7290)

     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Frú forseti. Til hvers þá? spyr hv. þm. Jóna Valgerður. Hún sagði sjálf í sinni ræðu að hugsanlega mundi lyfjaverð lækka á þéttbýlissvæðunum. Og þá vísa ég til þeirrar greinar í frv. um að það megi selja lyf lægra verði en það hámarksverð sem lyfjaverðlagsnefnd mun væntanlega ákvarða. Og þá spyr ég

hv. þm.: Af hverju mega íbúar þéttbýlissvæðanna ekki njóta þess þá að lyfjaverð gæti hugsanlega lækkað á þeim svæðum, ef það þýðir ekki hærra verð fyrir aðra landsmenn?