Lyfjalög

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 19:56:32 (7309)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Ekki ætla ég að deila við frænda minn um mjólkursölumál því að þar veit hann miklu meira en ég og betur. En hitt vil ég benda hv. þm. á að í núgildandi lyfjadreifingarkerfi semja apótekararnir um dreifingu sinnar vöru við ýmsa aðila eins og t.d. þá sem hv. þm. Suðurl. Margrét Frímannsdóttir ræddi um hér áðan, sem afgreiða lyf upp úr poka í hennar kjördæmi.