Eiturefni og hættuleg efni

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 20:43:06 (7319)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Skýringin á því að þetta mál kemur frá heilbr.- og trn. er einfaldlega sú að löggjöfin um eiturefni heyrir undir heilbr.- og trmrh. enda þótt þessi sérstaki þáttur, að því er varðar þessi ósoneyðandi efni, hafi verið á verksviði umhvrn. Það má rétt vera hjá hv. þm. að það hefði ekkert verið óeðlilegt að umhvn. kæmi að málinu, ég get alveg fallist á það. En hins vegar er hér í rauninni um svo sáraeinfalt mál að ræða að ég átti satt að segja ekki von á því að það mundi vekja mikla umræðu, þegar einfaldlega er um það að ræða að treysta stoð í lögum fyrir útgáfu reglugerða.