Forgangslisti um afgreiðslu mála

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 23:48:13 (7358)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forgangslisti hefur ekki borist forsætisnefnd og þar af leiðandi ekki verið ræddur á fundi forsætisnefndar eða við formenn þingflokka. Forseti væntir þess að slíkur forgangslisti sjái dagsins ljós innan skamms tíma. Það eru að því er forseti telur 11 vinnudagar eftir miðað við þá starfsáætlun sem samþykkt var í haust og endurskoðuð um áramótin. Forseti hefur ekki hugsað sér að sýna neinn hroka í samvinnu sinni eða samstarfi við stjórn eða stjórnarandstöðu nú fremur en endranær og væntir þess að eiga gott samstarf við alla þingmenn eins og forseti hefur reynt að gera og telur að hafi vel til tekist.