Stuðningur við réttindabaráttu Eystrasaltsríkjanna á alþjóðavettvangi

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 21:24:06 (7522)


     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég lít svo á að hvorki Evrópuráðið né nokkur annar aðili hafi látið sér detta það í hug að setja þessum ríkjum óeðlilega kosti, aldrei nokkurn tíma. Þeir hafa aðeins farið fram á það að þeir virtu þær skuldbindingar sem þar eru gagnvart mannréttindum. Er nokkuð óeðlilegt að svo sé? Er það ekki hið besta mál að þeir geri þá kröfu og eigum við ekki bara að fagna því að það séu gerðar strangar kröfur um að menn virði mannréttindi ef þeir ætla að ganga þar inn? Ég átta mig satt best að segja ekki á því hvers vegna hv. 3. þm. Reykv. fór út í það að flytja þessa tillögu, ég átta mig ekki á því. Ég held að það hafi verið einn stór misskilningur frá upphafi.