Tekjuskattur og eignarskattur

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 23:10:54 (7545)


     Páll Pétursson :
    Herra forseti. Ég styð þetta frv. Hér er um að ræða að hluta til leiðréttingu eins og fram kom í máli hv. flm. Ekki kom það nú fram hvort mistökin hafi verið gerð í nefndarstarfinu eða í frumvarpssmíðinni. Það hefði náttúrlega verið eðlilegast að hæstv. fjmrh. hefði flutt þetta mál, en því er sennilega

borgið í höndum hv. formanns efh.- og viðskn. og ég geri ráð fyrir því að hann hafi ekki flutt það sem prívat og persónulega heldur eigi hann vísan stuðning nefndarinnar og stjórnarliðsins. Þá held ég að ekki eigi margt að vera að vanbúnaði og ég vil heita á þingheim að veita þessu máli skjóta afgreiðslu og brautargengi.