Eftirlit með skipum

164. fundur
Miðvikudaginn 28. apríl 1993, kl. 17:56:15 (7570)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Við atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. óskaði ég eftir því að nefndin tæki málið fyrir á milli 2. og 3. umr. vegna þess að ákveðinn aðili sem stóð að samningu frv. óskaði að koma fyrir nefndina og skýra ákveðin atriði. Formaður hefur ekki orðið við því og hér er málið komið til 3. umr. án þess að samgn. hafi komið saman. Ég verð að segja að mér þykir leitt að ekki skuli hafa verið orðið við þessum tilmælum. Með því er ég ekki að segja að frv. hefði endilega tekið neinum breytingum, þrátt fyrir það. Ég stóð að frv. eins og það liggur fyrir núna og mun að sjálfsögðu standa við það sem ég hef þar samþykkt en formaður hefur lýst því yfir að hér sé um smámál að ræða og á þeim grundvelli ekki viljað taka það aftur fyrir. En þó að langt sé um liðið vænti ég að hv. formaður muni eftir þeim orðum sem einu sinni voru sögð við hann: Vertu trúr yfir litlu og þú verður settur yfir meira.