Umhverfisgjald

166. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 15:06:19 (7663)

     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Frú forseti. Ég held að hv. 4. þm. Austurl. þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ef við göngum inn í EES svæðið eða samþykkjum EES-samninginn að það muni hindra okkur í að taka annaðhvort upp umhverfisskatta eða umhverfisgjöld hvort sem við kjósum að kalla það og vil ég í því tilliti vísa til greinargerðarinnar með tillögunni um umhverfisgjald. Öll þau lönd sem vísað er til og getið er um dæmi þar sem tekin hafa verið upp umhverfisgjöld eða umhverfisskattar mundu vera innan hins Evrópska efnahagssvæðis og tvö þeirra hafa meira að segja ákveðið að sækja um inngöngu í Efnahagsbandalagið.