Framhaldsskólar

170. fundur
Miðvikudaginn 05. maí 1993, kl. 18:07:19 (7932)

     Frsm. minni hluta menntmn. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðalatriðið er það að reynt verði að finna tillögu sem kemst sem næst því að vera samnefnari fyrir allar þær umsagnir sem komið hafa. Aðilar vinnumarkaðarins sem svo eru nefndir hafa lýst stuðningi við anda hugmyndarinnar og tilraunarinnar. En það er ljóst að kennarasamtökin gera býsna alvarlegar athugasemdir við búnaðinn. Mér finnst að það sé skylda formanns menntmn. og hæstv. menntrh. að hlusta á það sem kemur líka frá kennarasamtökunum.