Utandagskrárumræður

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 18:45:15 (8077)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill upplýsa það að hér stendur til að taka öll mál sem eftir er að afgreiða af dagskránni og setja nýjan fund og leita afbrigða um að mál sem þar verða megi koma á dagskrá og til umræðu. Forseta þætti vænt um ef hægt væri að framkvæma þessi verk í góðri sátt hér í þingsalnum. ( PP: Um þingsköp.) Samkvæmt þingsköpum getur forseti alls ekki neitað mönnum um að tala um þingsköp og nú tekur hv. 1. þm. Norðurl. v. til máls um gæslu þingskapa.