Menningarsjóður

173. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 00:02:17 (8126)

     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Það er auðvitað ekkert óeðlilegt við það að greidd séu atkvæði um hvert einasta orð sem í lagatexta stendur, það vil ég nú bara segja fyrst. Það er auðvitað tiltölulega sjaldgæft en það er ekkert á móti því og getur hver beðið um það sem óskar.
    En því kem ég nú hér, hæstv. forseti, að ef ég segði nei, þá hljóðaði þessi grein eins og hér segir, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,a. Gjald af aðgöngumiðum að kvikmynda- og dansleikjum, skv. 8. gr. laga nr.`` o.s.frv. Það fer því ekkert á milli mála að af tvennu illu vil ég heldur að það standi ,,kvikmynda- og skuggamyndasýningum`` heldur en ,,kvikmynda- og dansleikjum`` og segi því já.