Norræni fjárfestingarbankinn

174. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 10:18:17 (8138)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. efh.- og viðskn. um frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum og að staðfesta breytingar á samþykktum bankans. Um er að ræða heimild til að auka hlutafé í Norræna fjárfestingarbankanum um 7,2 millj. SDR og leggja þar fram allt að jafnvirði 243 þús. ECU á árinum 1993--1995. Síðan er um að ræða aðrar smávægilegar breytingar á samþykktum bankans.
    Nefndin hefur fjallað um þetta mál og leitað umsagna og mælir með samþykkt frv.